Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 11:21 Bukele forseti lýsti yfir neyðarástandi í fangelsum eftir morðöldu í landinu um helgina. Hann birti myndir úr Izalco-fangelsinu í San Salvador þar sem hundruðum fanga var raðað upp á nærbuxunum, þétt upp við hver annan. Sumir þeirra voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir ekki. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin tveggja metra fjarlægðarreglu vegna faraldursins. AP/forsetaskrifstofa El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis. El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis.
El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31