Er áburður orðinn áhyggjuefni? Jens Garðar Helgason skrifar 26. apríl 2020 09:00 Undanfarin misseri hafa hér í skoðanadálki Vísis birst tvær greinar, önnur skrifuð af bónda í Borgarfirði og hin af arkitekt í Reykjavík, þar sem vegið er að uppbyggingu laxeldis í hinum dreifðu byggðum Vestfjarða og Austfjarða. Er bæði bóndanum og arkitektinum sérstaklega umhugað um þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur. Arkitektinn gengur þó skrefinu lengra og ber þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur saman við skólp. Skólp á öll tún? En ef um skólp væri að ræða væru blómleg landbúnaðarhéruð eins og Eyjafjörður, Skagafjörður, Borgarfjörður og Suðurlandið óbyggileg því í árhundruð væru bændur búnir að bera skólp á tún og ræktarlönd. Allir sem það vilja skilja, sjá að þetta stenst enga skoðun. Skólp og húsdýraáburður er ekki það sama. Skólp er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum og getur innihaldið margvísleg hættuleg efni og óæskilegar örverur. Eftir meðhöndlun, útfellingu og hreinsun í hreinsistöð er nú vaxandi áhugi fyrir að nýta áburðargildi seyrunnar sem til fellur til uppgræðslu, standist hún kröfur um mengun og hollustuhætti. Það hefur t.d. þegar verið gert á afrétti Hrunamanna og í Ölfusi. Úrgangur frá eldisdýrum, hvort sem er til sjós eða lands flokkast hinsvegar sem lífrænn áburður sem nýtist plöntum og örverum, hvort sem er á landi eða í vatni. Við eldi dýra hefur sá skítur sem til fellur verið notaður beint og þannig hafa þessi úrgangsefni farið áfram inn í hringrásir náttúrunnar. Bóndinn veit hver er besti áburðurinn til uppgræðslu túna sinna. Ekki áróður heldur einfaldar staðreyndir Lífrænn úrgangur sem kemur frá eldislaxi, er sambærilegur og annar villtur fiskur gefur frá sér í náttúrunni. Samkvæmt þessu ætti það að vera þessum ágætum mönnum mikið áhyggjuefni hvað þorskstofninn er orðinn stór og hvað hvölum hefur fjölgað við Íslandsstrendur. Það er nú ekki lítið sem þessir stofnar skila útí hafið. Við Íslandsstrendur hefur ekki orðið vart við heilbrigðisvandamál vegna lífræns úrgangs frá fiski vegna þess að vistkerfi hafsins ræður við að brjóta hann niður. Undir kvíunum brotnar þessi úrgangur niður og þynnist út. Burðarþolstakmarkanir, umhverfisvöktun og hvíldartími kvíabóla koma í veg fyrir langtíma uppsöfnun sem valdið gæti vandræðum og um mengun væri að ræða. Öllu er þessu stjórnað þannig að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. Enda hefur það sýnt sig og verið staðfest með sýnatökum við vöktun svæðanna að engin uppsöfnuð mengun hefur orðið. Laxeldið fengi ekki þrifist ef það spillti umhverfinu sem það starfar í. Hér er ekki um áróðursblekkingar eða annað að ræða heldur einfaldar staðreyndir. Við erum öll í sama bát Að vera laxabóndi er í eðli sínu ekkert öðruvísi en að vera kúabóndi eða sauðfjárbóndi. Laxabóndanum er jafn umhugað um velferð sinna dýra og að búskapur hans stuðli að sjálfbærri uppbygginu í sátt við umhverfi og samfélag. Staðreyndin er að dýrapróteinframleiðsla með laxeldi í sjókvíum hefur mun minni umhverfisáhrif og vistspor en kjötframleiðsla á landi. Nýting orku og næringarefna er mjög mikil og framleiðsla úrgangs (saurs) aðeins brot af úrgangsmyndun landhryggdýra. Því ætti að beina dýrapróteinframleiðslunni í enn frekari mæli í átt til aukins fiskeldis, eins og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur hvatt til. Ég geri mér í hugarlund að framundan séu miklar áskoranir í sölu veiðileyfa á Íslandi sökum Covid-19 en vona að úr rætist. Að útlendingarnir láti sjá sig í íslenskum veiðiám og haldi áfram að vera sú búbót sem þeir hafa verið fyrir marga bændur og að veiðifélag Þverár og Kjarrár geti viðhaldið sínum 30 störfum. Hagsmunir okkar allra, sem Íslendinga, fara saman í að verja störfin, halda áfram að byggja upp og auka hér útflutningstekjur landsmönnum öllum til heilla. Gleðilegt sumar! Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Byggðamál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hér í skoðanadálki Vísis birst tvær greinar, önnur skrifuð af bónda í Borgarfirði og hin af arkitekt í Reykjavík, þar sem vegið er að uppbyggingu laxeldis í hinum dreifðu byggðum Vestfjarða og Austfjarða. Er bæði bóndanum og arkitektinum sérstaklega umhugað um þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur. Arkitektinn gengur þó skrefinu lengra og ber þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur saman við skólp. Skólp á öll tún? En ef um skólp væri að ræða væru blómleg landbúnaðarhéruð eins og Eyjafjörður, Skagafjörður, Borgarfjörður og Suðurlandið óbyggileg því í árhundruð væru bændur búnir að bera skólp á tún og ræktarlönd. Allir sem það vilja skilja, sjá að þetta stenst enga skoðun. Skólp og húsdýraáburður er ekki það sama. Skólp er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum og getur innihaldið margvísleg hættuleg efni og óæskilegar örverur. Eftir meðhöndlun, útfellingu og hreinsun í hreinsistöð er nú vaxandi áhugi fyrir að nýta áburðargildi seyrunnar sem til fellur til uppgræðslu, standist hún kröfur um mengun og hollustuhætti. Það hefur t.d. þegar verið gert á afrétti Hrunamanna og í Ölfusi. Úrgangur frá eldisdýrum, hvort sem er til sjós eða lands flokkast hinsvegar sem lífrænn áburður sem nýtist plöntum og örverum, hvort sem er á landi eða í vatni. Við eldi dýra hefur sá skítur sem til fellur verið notaður beint og þannig hafa þessi úrgangsefni farið áfram inn í hringrásir náttúrunnar. Bóndinn veit hver er besti áburðurinn til uppgræðslu túna sinna. Ekki áróður heldur einfaldar staðreyndir Lífrænn úrgangur sem kemur frá eldislaxi, er sambærilegur og annar villtur fiskur gefur frá sér í náttúrunni. Samkvæmt þessu ætti það að vera þessum ágætum mönnum mikið áhyggjuefni hvað þorskstofninn er orðinn stór og hvað hvölum hefur fjölgað við Íslandsstrendur. Það er nú ekki lítið sem þessir stofnar skila útí hafið. Við Íslandsstrendur hefur ekki orðið vart við heilbrigðisvandamál vegna lífræns úrgangs frá fiski vegna þess að vistkerfi hafsins ræður við að brjóta hann niður. Undir kvíunum brotnar þessi úrgangur niður og þynnist út. Burðarþolstakmarkanir, umhverfisvöktun og hvíldartími kvíabóla koma í veg fyrir langtíma uppsöfnun sem valdið gæti vandræðum og um mengun væri að ræða. Öllu er þessu stjórnað þannig að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. Enda hefur það sýnt sig og verið staðfest með sýnatökum við vöktun svæðanna að engin uppsöfnuð mengun hefur orðið. Laxeldið fengi ekki þrifist ef það spillti umhverfinu sem það starfar í. Hér er ekki um áróðursblekkingar eða annað að ræða heldur einfaldar staðreyndir. Við erum öll í sama bát Að vera laxabóndi er í eðli sínu ekkert öðruvísi en að vera kúabóndi eða sauðfjárbóndi. Laxabóndanum er jafn umhugað um velferð sinna dýra og að búskapur hans stuðli að sjálfbærri uppbygginu í sátt við umhverfi og samfélag. Staðreyndin er að dýrapróteinframleiðsla með laxeldi í sjókvíum hefur mun minni umhverfisáhrif og vistspor en kjötframleiðsla á landi. Nýting orku og næringarefna er mjög mikil og framleiðsla úrgangs (saurs) aðeins brot af úrgangsmyndun landhryggdýra. Því ætti að beina dýrapróteinframleiðslunni í enn frekari mæli í átt til aukins fiskeldis, eins og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur hvatt til. Ég geri mér í hugarlund að framundan séu miklar áskoranir í sölu veiðileyfa á Íslandi sökum Covid-19 en vona að úr rætist. Að útlendingarnir láti sjá sig í íslenskum veiðiám og haldi áfram að vera sú búbót sem þeir hafa verið fyrir marga bændur og að veiðifélag Þverár og Kjarrár geti viðhaldið sínum 30 störfum. Hagsmunir okkar allra, sem Íslendinga, fara saman í að verja störfin, halda áfram að byggja upp og auka hér útflutningstekjur landsmönnum öllum til heilla. Gleðilegt sumar! Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar