Munu sökkva bátum frá Íran sem áreita herskip Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 18:24 Ellefu bátum Byltingarvarða Íran var siglt upp að bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði. AP/Sjóher Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar. Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar.
Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira