Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:31 Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því kórónuveirusmit greindist um borð. Getty/Smith Collection Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. Hann segir ástandið um borð í skipinu fara síversnandi. Flugmóðurskipið Theodore Roosevelt hefur legið við höfnina í Gvam frá því að kórónuveiran breiddist út um skipið, þar sem meira en fjögur þúsund manns eru um borð, fyrir tæpri viku síðan. „Þetta þarfnast pólitískrar lausnar en þetta er það eina rétta í stöðunni,“ skrifaði Brett Crozier, skipstjóri, í fjögurra blaðsíðna bréfi sem hann sendi yfirmönnum sínum. „Við erum ekki í stríði. Sjóhermennirnir þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst ekki við núna er okkur að mistakast við að hugsa um okkar dýrmætustu bandamenn – sjóhermennina okkar.“ Þá sagði hann í bréfinu að aðeins lítill hluti þeirra sem smitaðir væru hefðu verið fluttir í land. Stærstur hluti áhafnarinnar sé enn um borð en þar sé ströngustu varúðarráðstöfunum fylgt, fólk sé sett í tveggja vikna sóttkví og áhafnarmeðlimir haldi sig fjarri hvor öðrum ef hægt er. „Vegna þess hve lítið pláss er um borð getum við ekki fylgt þessu nægilega vel,“ skrifaði Crozier. „Sjúkdómurinn breiðir hratt úr sér.“ Hann biðlaði til yfirmanna sinna að útvega áhöfninni herbergjum í landi þar sem hægt væri að fara í sóttkví eins fljótt og hægt væri. „Að fjarlægja stóran hluta áhafnarmeðlima um borð í kjarnorkuflugvélamóðurskipi Bandaríkjahers og senda þá í sóttkví í tvær vikur gæti virst drastísk ákvörðun… Þetta er nauðsynleg áhætta sem verður að taka.“ „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð á TR er ónauðsynleg áhætta og lætur fólkið okkar missa traust á okkur,“ skrifaði hann. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sjóhermanna sem smitaðir eru sýnt alvarleg einkenni sjúkdómsins en fjöldi smitaðra hækkar hratt með hverjum deginum. Fyrsta smitið um borð var staðfest 24. Mars síðastliðinn og eru þau nú orðin fleiri en hundrað. Þetta er einnig fyrsta skiptið sem kórónuveiran hefur greinst um borð í herskipi. Enn hefur ekkert svar borist frá yfirmönnum Crozier í sjóhernum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02 Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38 Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Sjúkraskipið Comfort komið til New York Comfort, sjúkraskip bandaríska sjóhersins, kom til New York-borgar í gær. Um þúsund sjúkrarúm eru um borð á skipinu og er því ætlað að létta á því álagi sem hvílir á spítölum borgarinnar. 31. mars 2020 07:02
Segir Bandaríkin „í góðri stöðu“ til að takast á við faraldurinn Trump segir minnst tíu fyrirtæki nú vinna hörðum höndum að því að framleiða öndunarvélar. 30. mars 2020 23:38
Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Bandaríkin tróna á toppi listans yfir þau lönd þar sem flest smit hafa greinst. Áður hafa Kína og Ítalía vermt hið óeftirsótta toppsæti. 28. mars 2020 07:37