Þróttarar unnu Barcelona og Evrópubikarinn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Heiðar Helguson var í liði Þróttar og skoraði fyrsta mark leiksins á móti Barcelona. Mynd/Heimasíða Þróttar Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Þróttarar unnu dramatískan 3-2 endurkomusigur á sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar. Það var Halldór Hilmisson sem skoraði sigurmark Þróttaraliðsins á 75. mínútu leiksins en þeir Ivan Rakitić og Ousmane Dembélé höfðu komið Börsungum tvisvar yfir í leiknum. Sýndarleikurinn milli Barcelona og Þróttar var í úrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 og var hann spilaður á Heysel-leikvanginum í Brussel. Hinir markaskorara Þróttaraliðsins voru þeir Heiðar Helguson og Oddur Björnson. Heiðar jafnaði metin í 1-1 á 30. mínútu eftir stoðsendingu Sigga Hallvarðs en Oddur jafnaði í 2-2 á 55. mínútu eftir sendingu frá Halldóri Hilmissyni. Halldór skoraði síðan sjálfur sigurmarkið á 75. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Daða Bergssyni. Þróttaraliðinu tókst að halda Lionel Messi niðri en Argentínumaðurinn náði hvorki að skora eða leggja upp mark í leiknun. Messi er örugglega ekki mjög spenntur að mæta aftur íslensku liði enda hefur gengið lítið hjá honum á móti Íslendingum. Lið Þróttar í þessum leik var valið í kosningu en hann var síðan spilaður í Pro Evolution Soccer og gátu áhugasamir horft á leikinn þar sem þeir Hörður Magnússon og Halldór Gylfason lýstu leiknum. „Þvílík frammistaða,“ sagði Hörður Magnússon í leikslok og Halldór Gylfason átti erfitt með sig. „Ég er algjörlega orðlaus Hörður. Ég gæti núna lagst í helgan stein og horft út á hafið, horft upp í himinn. Ég þarf ekki að gera neitt meira það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði Halldór Gylfason í sigurvímu. „Öll mörk Þróttar komu eftir svo fallegt spil. Þetta var svona ljóðrænt,“ sagði Hörður og bætti við. „Ég veit að Þróttarar munu fagna vel út um allt land og sérstaklega á Ölveri.“ Miðinn á leikinn kostaði 2.500 krónur en um leið tóku Þróttarar það fram að öll fjárframlög séu einnig vel þegin. Hægt er að styrkja Þróttara hér: Banki: 0111-26-012030, kt. 470108-1340. Það er líka hægt að horfa á leikinn aftur með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróttur Reykjavík Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira