Assange neitað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 15:35 Assange á meðan á réttarhöldum stóð vegna mögulegs framsals hans til Svíþjóðar árið 2011. Þegar hann gekk laus gegn tryggingu árið 2012 flúði hann í ekvadorska sendiráðið í Lundúnum til að komast hjá framsali og hafðist þar við næstu sjö árin. Vísir/EPA Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42