Upp brekkuna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:12 Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar