Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 09:02 Frá Times Square í New York í gær, 20. mars. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldri kórónuveiru af ríkjum Bandaríkjanna. Vísir/getty Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42
35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07
Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00