Heimsóknabann og möguleg samskipti Birgir Guðjónsson skrifar 19. mars 2020 10:00 Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar