Einn heimur - eitt land Eva Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2020 09:00 Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun