Verum undirbúin fyrir langhlaup Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 17. mars 2020 17:12 Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun