Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 12:36 Trump var alvarlegri en hann hefur verið áður á blaðamannafundi í gær. AP/Evan Vucci Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira