Gaf Demókrötum gullið tækifæri Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 10:06 Donald Trump hefur krafist þess að þingið hækki upphæð á ávísunum til Bandaríkjamanna úr 600 dölum í tvö þúsund dali. Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Mitch McConnell ræður ríkjum, eru andvígir því og eru litlar líkur á að frumvarp þar að lútandi fari í gegnum þingið. Vísir/AP Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. Það er þó ólíklegt að frumvarpið fari í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Þeir hafa lýst yfir andstöðu við það að senda tvö þúsund dali til Bandaríkjamanna. Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann og Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, tók þátt í viðræðunum og sagði að Trump myndi samþykkja frumvarpið. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. Kom aftan að Repúblikönum Trump neitaði þó að skrifa undir í nokkra daga þar sem hann sagði frumvarpið skammarlegt. Hann sagðist vilja hærri ávísanir og að hann vildi losna við ákveðna liði sem snúa að mestu að fjárútlátum til þróunaraðstoðar, sem Hvíta húsið hafði áður lagt til. Þá vissi Trump að Repúblikanar voru andvígir því að hækka upphæðina á þeim ávísunum sem senda á til Bandaríkjamanna. Forsetinn skrifaði þó óvænt undir á sunnudagskvöld en tók fram að hann myndi krefjast þess að ávísanirnar yrðu hærri og að dregið yrði úr fjárútlátum. Það eru kröfur sem þingið er ekki bundið af og var strax útlit fyrir að þingmenn ætluðu sér ekki að fara eftir þeim. Þrátt fyrir það greiddu 275 þingmenn atkvæði með því að senda tvö þúsund dala ávísanir til Bandaríkjamanna og 134 á móti. 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata. Frumvarpið mun þá fara fyrir öldungadeildina þar sem óljóst er hvort það verði yfir höfuð tekið fyrir. Demókratar þrýsta á Repúblikana Samkvæmt frétt Politico eru mjög litlar líkur á því að frumvarpið fari í gegnum öldungadeildina. Trump hefur þó gefið Demókrötum gullið tækifæri til að taka sér stöðu með vinsælu málefni og valda deilum meðal Repúblikana. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata, sagði á blaðamannafundi í gær að Trump þyrfti að beita öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins meiri þrýstingi. Hann þyrfti að ræða við þá og krefjast þess að þeir styðji það að senda Bandaríkjamönnum hærri upphæð. „Þessir öldungadeildarþingmenn hafa fylgt þér í gegnum súrt og sætt,“ sagði Schumer og beindi hann orðum sínum að forsetanum. Þingmenn fulltrúadeildarinnar greiddu einnig atkvæði um frumvarp um fjárútlát til varnarmála sem Trump hafði áður beitt neitunarvaldi sínu gegn. Atkvæðagreiðslan fór 322-87 og er það vel yfir þá tvo þriðju þingmanna sem þarf til að komast hjá neitunarvaldi forseta. Öldungadeildin mun koma saman í dag og er búist við því að þar sé einnig nægur meirihluti svo hægt verið að gera frumvarpið að lögum. Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, lýsti því þó yfir í gær, að hann myndi koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um varnarmálafrumvarpið, þar til Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar myndi leggja frumvarpið um tvö þúsund dala ávísanir til atkvæðagreiðslu. This week on the Senate floor Mitch McConnell wants to vote to override Trump's veto of the $740 billion defense funding bill and then head home for the New Year. I'm going to object until we get a vote on legislation to provide a $2,000 direct payment to the working class.— Bernie Sanders (@BernieSanders) December 28, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. 28. desember 2020 06:23 Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar. 27. desember 2020 17:57 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Það er þó ólíklegt að frumvarpið fari í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Þeir hafa lýst yfir andstöðu við það að senda tvö þúsund dali til Bandaríkjamanna. Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann og Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, tók þátt í viðræðunum og sagði að Trump myndi samþykkja frumvarpið. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. Kom aftan að Repúblikönum Trump neitaði þó að skrifa undir í nokkra daga þar sem hann sagði frumvarpið skammarlegt. Hann sagðist vilja hærri ávísanir og að hann vildi losna við ákveðna liði sem snúa að mestu að fjárútlátum til þróunaraðstoðar, sem Hvíta húsið hafði áður lagt til. Þá vissi Trump að Repúblikanar voru andvígir því að hækka upphæðina á þeim ávísunum sem senda á til Bandaríkjamanna. Forsetinn skrifaði þó óvænt undir á sunnudagskvöld en tók fram að hann myndi krefjast þess að ávísanirnar yrðu hærri og að dregið yrði úr fjárútlátum. Það eru kröfur sem þingið er ekki bundið af og var strax útlit fyrir að þingmenn ætluðu sér ekki að fara eftir þeim. Þrátt fyrir það greiddu 275 þingmenn atkvæði með því að senda tvö þúsund dala ávísanir til Bandaríkjamanna og 134 á móti. 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata. Frumvarpið mun þá fara fyrir öldungadeildina þar sem óljóst er hvort það verði yfir höfuð tekið fyrir. Demókratar þrýsta á Repúblikana Samkvæmt frétt Politico eru mjög litlar líkur á því að frumvarpið fari í gegnum öldungadeildina. Trump hefur þó gefið Demókrötum gullið tækifæri til að taka sér stöðu með vinsælu málefni og valda deilum meðal Repúblikana. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata, sagði á blaðamannafundi í gær að Trump þyrfti að beita öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins meiri þrýstingi. Hann þyrfti að ræða við þá og krefjast þess að þeir styðji það að senda Bandaríkjamönnum hærri upphæð. „Þessir öldungadeildarþingmenn hafa fylgt þér í gegnum súrt og sætt,“ sagði Schumer og beindi hann orðum sínum að forsetanum. Þingmenn fulltrúadeildarinnar greiddu einnig atkvæði um frumvarp um fjárútlát til varnarmála sem Trump hafði áður beitt neitunarvaldi sínu gegn. Atkvæðagreiðslan fór 322-87 og er það vel yfir þá tvo þriðju þingmanna sem þarf til að komast hjá neitunarvaldi forseta. Öldungadeildin mun koma saman í dag og er búist við því að þar sé einnig nægur meirihluti svo hægt verið að gera frumvarpið að lögum. Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, lýsti því þó yfir í gær, að hann myndi koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um varnarmálafrumvarpið, þar til Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar myndi leggja frumvarpið um tvö þúsund dala ávísanir til atkvæðagreiðslu. This week on the Senate floor Mitch McConnell wants to vote to override Trump's veto of the $740 billion defense funding bill and then head home for the New Year. I'm going to object until we get a vote on legislation to provide a $2,000 direct payment to the working class.— Bernie Sanders (@BernieSanders) December 28, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. 28. desember 2020 06:23 Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar. 27. desember 2020 17:57 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Trump undirritar björgunarpakka og kemur í veg fyrir lokun alríkisstofnana Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um sérstakan björgunarpakka sem ætlað er að styðja bæði fyrirtæki og einstaklinga í Bandaríkjunum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarískt efnahagslíf. Pakkinn hljóðar upp á 900 milljarða Bandaríkjadala, um 115 þúsund milljarða íslenskra króna. 28. desember 2020 06:23
Milljónir án bóta eða aðstoðar og þingmenn segja Trump að skrifa undir Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er nú undir þrýstingi um að skrifa undir stærðarinnar frumvarp um neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fjárveitingu ríkisstofnana. Núverandi fjárveitingar vegna atvinnuleysisbóta runnu út í gær svo milljónir Bandaríkjamanna eru nú án bóta og aðstoðar. 27. desember 2020 17:57
Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30
Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46