Bréf um mannúðlega meðferð minka Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. desember 2020 13:00 Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar