Verður 2021 ár byltingar kvenna á landsbyggðinni? Annas Jón Sigmundsson skrifar 19. desember 2020 09:00 Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun