Heimsmarkmiðin og Framsókn eiga samleið Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 17. desember 2020 15:00 Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru algild og aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra sem er árið 2030. Ísland er þar ekki undanskilið og hafa sífellt fleiri fyrirtæki, samtök og stofnanir innleitt Heimsmarkmiðin í sinni starfsemi. Það hefur hins vegar ekki borið á því að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafi á markvissan hátt innleitt Heimsmarkmiðin. Samt sem áður er eðli málsins samkvæmt gríðarlega mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu fremstir í flokki við að tileinka sér Heimsmarkmiðin þar sem áhrif þeirra sem gegna pólitískum embættum á bæði landsvísu og á sveitarstjórnarstigi eru mikil eins og stjórnsýslulög gefa til kynna. Framsóknarflokkurinn hefur tekið þessari mikilvægu áskorun og hófst undirbúningur að innleiðingu Heimsmarkmiðanna innan flokksins í kjölfar haustfundar miðstjórnar flokksins sem fram fór á Akureyri í nóvember 2019 þar sem undirrituð bar upp þá tillögu að flokkurinn myndi hafa Heimsmarkmiðin að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Það var samþykkt samhljóða að hefja þessa vinnu og í kjölfarið voru tveir starfshópar skipaðir innan flokksins, annars vegar um hvort og þá hvernig grundvallarstefnuskrá flokksins samræmdist Heimsmarkmiðunum og svo hins vegar um innleiðingu markmiðanna í starfshætti innan flokksins svo þau verði til hliðsjónar í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framkvæmd innan flokksins sem utan. Hóparnir hafa skilað af sér sinni vinnu sem kynnt var ári eftir að tillagan var samþykkt, á haustfundi miðstjórnar í nóvember sl. Þegar grunnstefna Framsóknarflokksins er borin saman við Heimsmarkmiðin kemur ekki á óvart að mikill samhljómur er þar á milli og tengsl eru þar nú þegar við öll Heimsmarkmiðin á einn eða annan máta. Í 104 ára tilverutíð Framsóknar hafa umhverfis- og jafnréttismál verið í forgrunni og grunnstefin Vinna – Vöxtur – Velferð eiga vel við. Í grundvallarstefnuskrá Framsóknar kemur m.a. fram að Framsókn berst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingnum og hafnar allri mismunun sem gerir greinarmun á fólki. Það samræmist Heimsmarkmiðum nr. 1-6, 10 og 16. Þá kemur fram í stefnuskránni að Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða og að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta innlendri stjórn. Það samræmist markmiðum nr. 6-9 og 11–15. Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu mikill samhljómur er nú þegar á milli nýstárlegra Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og grunngilda þessa rótgróna stjórnmálaflokks sem hefur þrátt fyrir háan aldur verið ávallt í takt við tímann og aldrei skorast undan að takast á við þær áskoranir sem eru hverju sinni í samfélaginu. Með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi í fortíð, nútíð og framtíð mun Framsókn áfram vera í fararbroddi til að leita ávallt nýrra leiða til að koma á móts við þær aðstæður sem við búum við hverju sinni með framsækni og lausnamiðaða hugsun að vopni. Höfundur er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sameinuðu þjóðirnar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru algild og aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra sem er árið 2030. Ísland er þar ekki undanskilið og hafa sífellt fleiri fyrirtæki, samtök og stofnanir innleitt Heimsmarkmiðin í sinni starfsemi. Það hefur hins vegar ekki borið á því að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafi á markvissan hátt innleitt Heimsmarkmiðin. Samt sem áður er eðli málsins samkvæmt gríðarlega mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu fremstir í flokki við að tileinka sér Heimsmarkmiðin þar sem áhrif þeirra sem gegna pólitískum embættum á bæði landsvísu og á sveitarstjórnarstigi eru mikil eins og stjórnsýslulög gefa til kynna. Framsóknarflokkurinn hefur tekið þessari mikilvægu áskorun og hófst undirbúningur að innleiðingu Heimsmarkmiðanna innan flokksins í kjölfar haustfundar miðstjórnar flokksins sem fram fór á Akureyri í nóvember 2019 þar sem undirrituð bar upp þá tillögu að flokkurinn myndi hafa Heimsmarkmiðin að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Það var samþykkt samhljóða að hefja þessa vinnu og í kjölfarið voru tveir starfshópar skipaðir innan flokksins, annars vegar um hvort og þá hvernig grundvallarstefnuskrá flokksins samræmdist Heimsmarkmiðunum og svo hins vegar um innleiðingu markmiðanna í starfshætti innan flokksins svo þau verði til hliðsjónar í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framkvæmd innan flokksins sem utan. Hóparnir hafa skilað af sér sinni vinnu sem kynnt var ári eftir að tillagan var samþykkt, á haustfundi miðstjórnar í nóvember sl. Þegar grunnstefna Framsóknarflokksins er borin saman við Heimsmarkmiðin kemur ekki á óvart að mikill samhljómur er þar á milli og tengsl eru þar nú þegar við öll Heimsmarkmiðin á einn eða annan máta. Í 104 ára tilverutíð Framsóknar hafa umhverfis- og jafnréttismál verið í forgrunni og grunnstefin Vinna – Vöxtur – Velferð eiga vel við. Í grundvallarstefnuskrá Framsóknar kemur m.a. fram að Framsókn berst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingnum og hafnar allri mismunun sem gerir greinarmun á fólki. Það samræmist Heimsmarkmiðum nr. 1-6, 10 og 16. Þá kemur fram í stefnuskránni að Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða og að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta innlendri stjórn. Það samræmist markmiðum nr. 6-9 og 11–15. Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu mikill samhljómur er nú þegar á milli nýstárlegra Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og grunngilda þessa rótgróna stjórnmálaflokks sem hefur þrátt fyrir háan aldur verið ávallt í takt við tímann og aldrei skorast undan að takast á við þær áskoranir sem eru hverju sinni í samfélaginu. Með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi í fortíð, nútíð og framtíð mun Framsókn áfram vera í fararbroddi til að leita ávallt nýrra leiða til að koma á móts við þær aðstæður sem við búum við hverju sinni með framsækni og lausnamiðaða hugsun að vopni. Höfundur er formaður Landssambands framsóknarkvenna.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar