Látum hækkun frítekjumarka fjármagnstekna nýtast öllum Haukur V. Alfreðsson skrifar 15. desember 2020 10:01 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar