Látum hækkun frítekjumarka fjármagnstekna nýtast öllum Haukur V. Alfreðsson skrifar 15. desember 2020 10:01 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Persónulega er ég alveg sammála því. En ég sé hins vegar lausn sem útrýmir öllu misrétti sem kann að koma fram með þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna án þess að snerta á breytingunni sjálfri. Lausnin er einföld: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að einstaklingar sem hafa lægri fjármagnstekjur en frítekjumarkið segir til um, fá að nýta sér þann skattafslátt sem hefði hlotist af fjármagnstekjum til að lækka skattbyrði launatekna sinna. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Eina sem er ósvarað er þá hvort að ríkið hafa enn einu sinni ætlað að gera ákveðnum vildarvinum (fjármagnseigendum) hærra undir höfði eða sjái þarna góða lausn til að gæta sanngirnis og gera vel við alla. Dæmi fyrir aukinn skilning: Einstaklingur A hefur aflað tekna með störfum sínum yfir árið og greitt af þeim skatta samviskusamlega. Við yfirferð skattskýrslu sést að hann hafði engar fjármagnstekjur á árinu. Skatturinn eykur því persónuafslátt hans af launatekjum um 66.000kr (1) á árinu og kemst því að þeirri niðurstöðu að einstaklingur A hafi ofgreitt tekjuskatt um 66.000kr. Einstaklingur A fær því endurgreitt 66.000kr frá skattinum og er jafn vel settur og ef hann hefði haft hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna og getað nýtt sér frítekjumark fjármagnsteknanna beint. (1) Fjármagnstekjuskattur * frítekjumark fjármagnstekna = 22% * 300.000 = 66.000kr Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun