Lítt dulbúinn ríkisstyrkur til fyrirtækis í samkeppnisrekstri Bjarni Thoroddsen, Eiríkur Ormur Víglundsson og Eiríkur S. Jóhannsson skrifa 15. desember 2020 08:00 Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Samkeppnismál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun