Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 17:11 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line. Stöð 2/ Egill Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. „Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“ Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira