Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 17:11 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line. Stöð 2/ Egill Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. „Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“ Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
„Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira