Tölum saman – á Akureyri Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:01 Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Akureyri Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar