Grundvallarbreyting í leikskólum landsins án nægrar ígrundunar Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 8. desember 2020 07:31 Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun