Er hægt að afnema sjálfsákvörðunarrétt Íslands að þjóðarétti? Bragi Þór Thoroddsen skrifar 7. desember 2020 14:02 Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja. En þetta greinarkorn fjallar ekki um Sameinuðu þjóðirnar heldur Samband íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga gegnir að mörgu leyti sama hlutverki. Til þess að vera fullgild sveitafélög á Íslandi þykir ekki annað boðlegt en að vera í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sambandið setur ekki lög og fer ekki með vald til þess að hafa áhrif á einstaka sveitarfélög. Ástæða þess að ég viðra þessa skoðun mína og samlíkingu á því að vera sveitarfélag innan Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú hin sama og tilvist Íslands í samfélagi þjóðanna innan Sameinuðu þjóðanna. Súðavíkurhreppur er viðlíka fámennur og lítill á skala sveitarfélaga landsins og Ísland að þjóðaréttin innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum smá og fámenn en við njótum viðurkenningar að lögum og í gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarréttar. Innan Sameinuðu þjóðanna er svokallað öryggisráð. Með sæti þar fara 15 þjóðir og teljast til hinna voldugari að burðum, fjárhagslega og hvað varðar herafla. Fastaþjóðirnar Bandaríki Norður-Ameríku, Stórabretland, Frakkland, Kína og Rússland. Líkja má öryggisráðinu við kjarna Sambands íslenskra sveitarfélaga; Reykjavík, Akureyri, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Slíkt er valdahlutfallið innan hvors sambands fyrir sig. Fyrir Alþingi liggur frumvarp ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um breytingar á sveitarstjórnarlögum og tekjustofnum sveitarfélaga; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Með frumvarpsbreytingum á m.a. að afnema sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga undir 250 frá árinu 2022, 500 frá árinu 2024 og 1000 íbúa marki frá og með árinu 2026. Þessum sveitarfélögum er gert að sameinast öðrum en hljóta ella örlög sem enginn veit fyrir víst. Eftir þessu gengu víst harðast þau stóru sveitarfélög sem hér gegna lykilhlutverki og áður eru talin. Það kallast víðtæk samstaða um málið vegna afls atkvæða. Fullgildur stuðningur við vegferðina að mati ráðherra sem leggur frumvarpið fram. Segjum sem svo að innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, af völdum fastanlandanna Bandaríkja Norður-Ameríku, Stórabretlands, Frakklands, Kína og Rússlands komi fram tillaga um að Ísland og viðlíka smáríki séu of fyrirferðamikil miðað við fjölda og þurfi auk þess alltaf að koma þeim til hjálpar af þeim stóru. Þetta séu óhagstæðar einingar að þjóðarétti og því ekkert annað að gera en að henda Íslandi undir Danmörku (hefð sé fyrir því), en önnur “smáríki” geti bara farið undir nágrannaríki sem séu burðugri. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd og myndi líkast til ekki fara í gegn þegjandi og hljóðalaust í samfélagi þjóðanna. Samstarfi byggðu á gagnkvæmri viðurkenningu sjálfstjórnar og sjálfstæðis. En þetta er samt eins og vegferðin sem nú liggur fyrir Alþingi í frumvarpsformi; mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar