Spánverjar varir um sig gagnvart nýju bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 13:23 Sjúkraþjálfari hugar að sjúklingi með Covid-19 á Mallorca á Spáni. Fleiri en 46.000 manns hafa látið lífið af völdum sjúkdóms þar. Vísir/EPA Meira en helmingur Spánverja er ekki tilbúinn að láta bólusetja sig með nýju bóluefni gegn Covid-19 um leið og það verður aðgengilegt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Spænsk stjórnvöld ætla sér að bólusetja 15-20 milljónir manna fyrir mitt næsta ár. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum fjalla nú um umsóknir fyrir notkun á að minnsta kosti þremur bóluefnum við Covid-19 og er talið að bólusetningar gætu hafist strax á næstu vikum. Útlit er þó fyrir að erfitt verði að ná nægilegri þátttöku í bólusetningunni til þess að hún skili tilskyldum árangri sums staðar. Í Bandaríkjunum hafa þrír fyrrverandi forsetar boðist til þess að láta bólusetja sig í beinni sjónvarpsútsendingu til að auka tiltrú almennings á bólusetningu. Í könnuninni félagsrannsóknastofnun Spánar gerði kom fram að aðeins þriðjungur svarenda var tilbúinn að láta bólusetja sig strax en 55,2% vildu heldur bíða og sjá hvaða áhrif bóluefnið hefði á þá sem fá það í upphafi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Af þeim sem vildu bíða og sjá til sögðust þó 60% myndu skipta um skoðun ef læknir ráðlegði þeim að láta bólusetja sig vegna þess að heilsa þeirra eða ættingja væri í hættu. Um 8,4% sögðust ekki vilja bóluefni af neinu tagi. Til stendur að byrja að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum á Spáni í janúar. Fyrir maí eða júní stefnir ríkisstjórnin á að bólusetja 15-20 milljónir af um 47 milljónum íbúum landsins. Spánn er eitt þeirra ríkja sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum til þessa. Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kvaðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt í sjónvarpsviðtali vestanhafs. Hann sagði reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. Þekkt er að bólusetningum geti fylgt vægar aukaverkanir af þessu tagi. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum fjalla nú um umsóknir fyrir notkun á að minnsta kosti þremur bóluefnum við Covid-19 og er talið að bólusetningar gætu hafist strax á næstu vikum. Útlit er þó fyrir að erfitt verði að ná nægilegri þátttöku í bólusetningunni til þess að hún skili tilskyldum árangri sums staðar. Í Bandaríkjunum hafa þrír fyrrverandi forsetar boðist til þess að láta bólusetja sig í beinni sjónvarpsútsendingu til að auka tiltrú almennings á bólusetningu. Í könnuninni félagsrannsóknastofnun Spánar gerði kom fram að aðeins þriðjungur svarenda var tilbúinn að láta bólusetja sig strax en 55,2% vildu heldur bíða og sjá hvaða áhrif bóluefnið hefði á þá sem fá það í upphafi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Af þeim sem vildu bíða og sjá til sögðust þó 60% myndu skipta um skoðun ef læknir ráðlegði þeim að láta bólusetja sig vegna þess að heilsa þeirra eða ættingja væri í hættu. Um 8,4% sögðust ekki vilja bóluefni af neinu tagi. Til stendur að byrja að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum á Spáni í janúar. Fyrir maí eða júní stefnir ríkisstjórnin á að bólusetja 15-20 milljónir af um 47 milljónum íbúum landsins. Spánn er eitt þeirra ríkja sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum til þessa. Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kvaðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt í sjónvarpsviðtali vestanhafs. Hann sagði reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. Þekkt er að bólusetningum geti fylgt vægar aukaverkanir af þessu tagi.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33