Spánverjar varir um sig gagnvart nýju bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 13:23 Sjúkraþjálfari hugar að sjúklingi með Covid-19 á Mallorca á Spáni. Fleiri en 46.000 manns hafa látið lífið af völdum sjúkdóms þar. Vísir/EPA Meira en helmingur Spánverja er ekki tilbúinn að láta bólusetja sig með nýju bóluefni gegn Covid-19 um leið og það verður aðgengilegt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Spænsk stjórnvöld ætla sér að bólusetja 15-20 milljónir manna fyrir mitt næsta ár. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum fjalla nú um umsóknir fyrir notkun á að minnsta kosti þremur bóluefnum við Covid-19 og er talið að bólusetningar gætu hafist strax á næstu vikum. Útlit er þó fyrir að erfitt verði að ná nægilegri þátttöku í bólusetningunni til þess að hún skili tilskyldum árangri sums staðar. Í Bandaríkjunum hafa þrír fyrrverandi forsetar boðist til þess að láta bólusetja sig í beinni sjónvarpsútsendingu til að auka tiltrú almennings á bólusetningu. Í könnuninni félagsrannsóknastofnun Spánar gerði kom fram að aðeins þriðjungur svarenda var tilbúinn að láta bólusetja sig strax en 55,2% vildu heldur bíða og sjá hvaða áhrif bóluefnið hefði á þá sem fá það í upphafi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Af þeim sem vildu bíða og sjá til sögðust þó 60% myndu skipta um skoðun ef læknir ráðlegði þeim að láta bólusetja sig vegna þess að heilsa þeirra eða ættingja væri í hættu. Um 8,4% sögðust ekki vilja bóluefni af neinu tagi. Til stendur að byrja að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum á Spáni í janúar. Fyrir maí eða júní stefnir ríkisstjórnin á að bólusetja 15-20 milljónir af um 47 milljónum íbúum landsins. Spánn er eitt þeirra ríkja sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum til þessa. Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kvaðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt í sjónvarpsviðtali vestanhafs. Hann sagði reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. Þekkt er að bólusetningum geti fylgt vægar aukaverkanir af þessu tagi. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum fjalla nú um umsóknir fyrir notkun á að minnsta kosti þremur bóluefnum við Covid-19 og er talið að bólusetningar gætu hafist strax á næstu vikum. Útlit er þó fyrir að erfitt verði að ná nægilegri þátttöku í bólusetningunni til þess að hún skili tilskyldum árangri sums staðar. Í Bandaríkjunum hafa þrír fyrrverandi forsetar boðist til þess að láta bólusetja sig í beinni sjónvarpsútsendingu til að auka tiltrú almennings á bólusetningu. Í könnuninni félagsrannsóknastofnun Spánar gerði kom fram að aðeins þriðjungur svarenda var tilbúinn að láta bólusetja sig strax en 55,2% vildu heldur bíða og sjá hvaða áhrif bóluefnið hefði á þá sem fá það í upphafi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Af þeim sem vildu bíða og sjá til sögðust þó 60% myndu skipta um skoðun ef læknir ráðlegði þeim að láta bólusetja sig vegna þess að heilsa þeirra eða ættingja væri í hættu. Um 8,4% sögðust ekki vilja bóluefni af neinu tagi. Til stendur að byrja að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum á Spáni í janúar. Fyrir maí eða júní stefnir ríkisstjórnin á að bólusetja 15-20 milljónir af um 47 milljónum íbúum landsins. Spánn er eitt þeirra ríkja sem hefur farið einna verst út úr faraldrinum til þessa. Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kvaðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt í sjónvarpsviðtali vestanhafs. Hann sagði reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. Þekkt er að bólusetningum geti fylgt vægar aukaverkanir af þessu tagi.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar. 3. desember 2020 23:45
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33