Porto gagnrýndi Man City, Pep og Bernardo Silva eftir leik liðanna í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 14:01 Pep Guardiola gefur Bernardo Silva leiðbeiningar í leik liðsins gegn Porto á þriðjudag. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Það verður seint sagt að Porto og Manchester City séu vinafélög. Portúgalska liðið gaf það út að Bernardo Silva væri „sekur um kynþáttaníð“ fyrir leik liðanna í vikunni í Meistaradeild Evrópu. Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira