Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 20:39 Boris Johnson er að vonum ánægður með að bólusetningar séu að hefjast en hefur engu að síður hvatt tli þess að menn séu ekki of bjartsýnir um viðsnúning. epa/Neil Hall Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira