Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 20:39 Boris Johnson er að vonum ánægður með að bólusetningar séu að hefjast en hefur engu að síður hvatt tli þess að menn séu ekki of bjartsýnir um viðsnúning. epa/Neil Hall Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira