Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 14:49 Klukkan var tuttugu mínútur gengin í níu þegar Haraldur náði brotum ökumannanna á upptöku með bílamyndavél sinni. Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi. Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira