Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 14:49 Klukkan var tuttugu mínútur gengin í níu þegar Haraldur náði brotum ökumannanna á upptöku með bílamyndavél sinni. Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi. Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Haraldur Karlsson er íbúi í Fossvogi og var á leið aftur heim, til heimavinnu eins og svo margur, þegar hann kom að ljósunum. Sjálfur keyrði hann í austurátt og fylgdist með bílum úr vestri fara yfir á rauðu hver á fætur öðrum. Breiðagerðisskóli og Réttaholtsskóli standa ofan við Bústaðaveginn. Fossvogsskóli og íþróttasvæði Víkings eru neðan við götuna. Gönguljósin eru að sögn Haraldar mikið nýtt af börnum til að komast leiðar sinnar. Hann náði myndbandinu klukkan 8:20 í morgun en skólahald hér á landi hefst víða klukkan 8:30. „Did I dream it?“ Haraldur birti myndbandið á Twitter í morgun og sagði enn eitt dæmið um að bílar í borgum væri pæling sem gengi bara ekki upp. 50 gata. Gönguleið nokkur hundruð barna fyrir skóla og íþróttastarf. Svartamyrkur og rigning. Eldrautt ljós.Enn eitt dæmið um að bílar í borgum voru fín pæling sem gekk bara ekki upp. pic.twitter.com/gtKKzUiavA— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) December 1, 2020 Myndbandið hefur vakið nokkra athygli og Hlynur Hallgrímsson upplýsir að hann hafi verið í bílnum sem kemur úr hinni áttinni og stoppar eftir að nokkrir fóru yfir á rauðu ljósi. „Ég er þarna á síðasta bílnum (þessum sem stoppaði). Var of nývaknaður til að meðtaka þetta almennilega áðan, smá svona "Did I dream it?" stemming, þetta var svo crazy,“ segir Hlynur. „Ég hélt að ljósin væru biluð mín megin þangað til þú stoppaðir. Ég skil ennþá ekki neitt,“ segir Haraldur. Gamlir og háir ljósastaurar Haraldur segir atvikið í morgun ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnum sínum ungum. „Það er lágmark í annaðhvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ segir Haraldur. Hann veltir fyrir sér hvort fólk sé niðursokkið í símum sínum eða telji sig bara geta stolið tveimur til þremur sekúndum. Vandamálið sé þó ekki bundið við þessi gönguljós enda víða í borginni þar sem fólk bruni yfir á rauðu, appelsínugulu eða nýrauðu. Hann minnir á ábyrgð ökumanna enda eigi börn og aðrir að geta treyst því að ekki sé ekið yfir þegar gönguljós sýni grænt. Þau eigi ekki að þurfa að horfa því sem næst í augu ökumanna áður en gengið sé yfir. Lýsingin á Bústaðavegi sé auk þess hönnuð fyrir bílaumferð. Gamlir og háir ljósastaurar. Erfitt sé að greina fólk á ferli. Þá líti greinilega margir á Bústaðaveginn sem hálfgerða hraðbraut. Gatan sé breið en hámarkshraði á götunni er 50 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira