Þetta snýst um okkur, ekki ykkur Guðmundur Gunnarsson skrifar 1. desember 2020 11:15 Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Ísafjarðarbær Almannavarnir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun