Erlent

Fauci segist búast við hinu versta í kjölfar þakkargjörðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fauci óttast að ferðalög fólks auki enn á vandræðin. 
Fauci óttast að ferðalög fólks auki enn á vandræðin.  Tasos Katopodis/Getty Images

Anthony Fauci, helsti sérfræðingur Bandaríkjamanna þegar kemur að sóttvörnum og kórónuveirunni óttast að í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar, sem haldin var um helgina, skelli bylgja eftir bylgju á landsmönnum þegar kemur að kórónuveirusmitum.

Hann biðlar til þeirra sem létu varnaðarorð sem vind um eyru þjóta og lögðust í ferðalög, að gæta ítrustu varúðar á leiðinni heim og eftir að heim er komið. Tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en þrettán milljónir og 266 þúsund manns hafa látið lífið.

Aðeins í nóvembermánuði hafa fjórar milljónir manna smitast, sem er tvöfalt hærri tala en var í október. Þegar stærsta ferðahelgi ársins þar vestra blandast saman við þetta ástand er væntanlega ekki von á góðu, en um ein milljón manna fór um flugvelli landsins á hverjum degi í vikunni sem var að líða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×