Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2020 15:01 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Vísir/Vilhelm Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun. Vakin er athygli á þessari rannsókn á vef Vegagerðarinnar. Rannsóknin nefnist Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan og var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Var þar notast við sérstakt líkan til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Greining nýrrar rannsóknar bendir til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun.👉 https://t.co/4LEazrxu5c#færðin #grárdagur pic.twitter.com/z38qetY3Xj— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 26, 2020 Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að tekin hafi verið saman gögn um veðurfar, magn umferðar, samsetningu umferðar og ástand götuyfirborðs við Kauptún í Garðabæ á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. Líkanið hafi tímasett vel gráa daga þegar svifryk fór yfir heilsuverndarmörk en þó hafi svifrykið almennt séð verið ofmetið í niðurstöðum líkansins og því þurfi að túlka þær sem leiðbeinandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Næmnigreining benti til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru; tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta eins og söltun og skolun. Hlutfall þungaumferðar í myndun svifryks virðist lítill Líkanið gefur einnig til kynna að hlutur þungaumferðar í svifryksmyndun sé lítill og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekari skoðun nauðsynleg, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í skýrslunni er tekið fram að mikilvægt sé að beita bæði langtíma- og skammtímaaðgerðum til að draga úr svifryki. Bent er á nokkrar skammtímaaðgerðir: Með því að minnka umferð um helming á gráum dögum, til dæmis með því að banna notkun allra bíla sem enda á sléttri (eða odda-) tölu og lækka hámarkshraða um 15km/klst. ætti að vera hægt að lækka styrk svifryks um helming á gráum dögum. Með því að bleyta götur á þurrkatíma og draga úr umferð um 10% væri hægt að lækka styrkleika svifryks um 35%. Skammtímaaðgerðir einar og sér komi hins vegar ekki í veg fyrir gráa daga. Því þurfi langtímaaðgerðir á borð við eftirfarandi: Draga úr fjölda bíla um 15% Lækka hlutfall bíla á nagladekkjum niður í 20%. Auka hörku steinefnis í slitlögum. Lesa má rannsóknina sem um ræðir hér. Samgöngur Umhverfismál Bílar Heilbrigðismál Garðabær Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Nagladekk Tengdar fréttir Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33 Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Vakin er athygli á þessari rannsókn á vef Vegagerðarinnar. Rannsóknin nefnist Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan og var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Var þar notast við sérstakt líkan til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Greining nýrrar rannsóknar bendir til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun.👉 https://t.co/4LEazrxu5c#færðin #grárdagur pic.twitter.com/z38qetY3Xj— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 26, 2020 Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að tekin hafi verið saman gögn um veðurfar, magn umferðar, samsetningu umferðar og ástand götuyfirborðs við Kauptún í Garðabæ á tímabilinu október 2017 til apríl 2018. Líkanið hafi tímasett vel gráa daga þegar svifryk fór yfir heilsuverndarmörk en þó hafi svifrykið almennt séð verið ofmetið í niðurstöðum líkansins og því þurfi að túlka þær sem leiðbeinandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Næmnigreining benti til að nagladekkjanotkun spili lang stærstan þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir eru; tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta eins og söltun og skolun. Hlutfall þungaumferðar í myndun svifryks virðist lítill Líkanið gefur einnig til kynna að hlutur þungaumferðar í svifryksmyndun sé lítill og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekari skoðun nauðsynleg, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í skýrslunni er tekið fram að mikilvægt sé að beita bæði langtíma- og skammtímaaðgerðum til að draga úr svifryki. Bent er á nokkrar skammtímaaðgerðir: Með því að minnka umferð um helming á gráum dögum, til dæmis með því að banna notkun allra bíla sem enda á sléttri (eða odda-) tölu og lækka hámarkshraða um 15km/klst. ætti að vera hægt að lækka styrk svifryks um helming á gráum dögum. Með því að bleyta götur á þurrkatíma og draga úr umferð um 10% væri hægt að lækka styrkleika svifryks um 35%. Skammtímaaðgerðir einar og sér komi hins vegar ekki í veg fyrir gráa daga. Því þurfi langtímaaðgerðir á borð við eftirfarandi: Draga úr fjölda bíla um 15% Lækka hlutfall bíla á nagladekkjum niður í 20%. Auka hörku steinefnis í slitlögum. Lesa má rannsóknina sem um ræðir hér.
Samgöngur Umhverfismál Bílar Heilbrigðismál Garðabær Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Nagladekk Tengdar fréttir Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33 Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi. 19. nóvember 2020 16:33
Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. 20. apríl 2020 16:25