Gæðastarf í skólum Akureyrar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 26. nóvember 2020 16:40 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun