Spilað með öryggismál þjóðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:16 Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landhelgisgæslan Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar