Erlent

Tveir særðir eftir meinta hryðju­verka­á­rás í Luga­no

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í Lugano í gær.
Frá vettvangi árásarinnar í Lugano í gær. AP

Lögregla í Sviss handtók í gær konu í Lugano í suðurhluta landsins, eftir að hún hafði sært tvo í árás í verslun. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverkaárás.

Konan reyndi að kyrkja einn viðskiptavin verslunarinnar og stakk annan í hálsinn með hníf áður en öðrum viðskiptavinum tókst að yfirbuga hana.

BBC segir frá því að einn hinna særðu sé alvarlega særður, en þó ekki lífshættulega. Hinn er minna særður.

Hin grunaða er 28 ára gömul og hafði áður komið við sögu lögreglu við rannsókn á hryðjuverkastarfsemi íslamista árið 2017. Er hún svissneskur ríkisborgari, búsett í hinu ítölskumælandi Ticino-héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×