Tekjutengdar sóttvarnarbætur Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2020 14:00 Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks. Mikið atvinnuleysi Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einskaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána. Tekjutenging atvinnuleysisbóta Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst sl. að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Það dugar hvergi nærri til. Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt. Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar