Nýtum tímann til að undirbúa framtíðina Sólborg Lilja Steinþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:00 Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar