Dagur íslenskrar tungu: „Viltu tala íslensku við mig“? Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:00 Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun