Hvers vegna meira fyrir minna? Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 13:01 Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári tók uppsveifla síðustu ára enda og við blasti samdráttarskeið hér á landi. Enginn gerði sér þó í hugarlund þau áhrif sem kórónuveiran myndi síðan hafa á efnahaginn. Sem betur fer var ríkið vel í stakk búið og fór fremur skuldlétt inn í þessa dýfu. Sú gæfusama staða er þó ekki sérstaklega ráðdeild í rekstri ríkisins að þakka, heldur litaðist reksturinn einnig af raunvexti skatttekna, lækkandi vaxtastigi og stöðugleikaframlögum kröfuhafa föllnu bankanna. Fjölmörg spjót standa að hinu opinbera um þessar mundir. Líkt og svo oft áður er krafan sú að ríkið auki útgjöld til muna. Þær fjölmörgu áskoranir sem við glímum við, þar á meðal kórónuveiran, atvinnuleysi og öldrun þjóðarinnar kalla að óbreyttu á gríðarlega útgjaldaaukningu hins opinbera. Ekki er hægt að líta framhjá því að þau útgjöld þarf á endanum að fjármagna með einum hætti eða öðrum. Óraunhæft er að hið opinbera leiðrétti hallann með skattahækkunum enda eru skattar hérlendis með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum. Takmörk eru einnig fyrir því hversu mikið er hægt að leyfa hallanum að vaxa. Ekki nægir að krossa fingur og vona að hagvöxtur úr óvæntri átt leiðrétti hallann. Raunar er óraunhæft að gera ráð fyrir því að því leyti að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir varanlegu framleiðslutapi. Þess heldur ætti fyrsti viðkomustaður á þeirri vegferð að brúa fyrirséðan hallarekstur að vera beiting ráðdeildar í opinberum rekstri. Raunar er þessi áskorun ævarandi enda á skynsamleg nýting skattfjár ávallt að vera í forgangi, óháð hagsveiflum. Gríðarlega mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem eru staðar til að auka framleiðni hins opinbera á næstunni. Koma þarf auga á útgjalda- og tekjuliði sem umbreyta má, svo þeir verði á endanum sem minnst byrði fyrir skattgreiðendur og hamli ekki verðmætasköpun heldur styðji við hana. Að tryggja að meira fáist fyrir minna í opinberum rekstri snýst ekki um sársaukafullan niðurskurð á grunnkerfum líkt og sumir halda fram, heldur forgangsröðun og sem besta nýtingu skattfjár. Kerfið á að þjónusta landsmenn - hina raunverulegu greiðendur - en ekki sjálft sig. Stöðu hins opinbera og áskoranir hefur Viðskiptaráð látið sig varða með útgáfu ritsins Hið opinbera: meira fyrir minna. Þar ber helst að nefna að hið opinbera minnki umsvif sín á ákveðnum sviðum, forgangsraði í þágu grunnþjónustu og þeirra tilfærslukerfa sem hið opinbera heldur úti, og auki framleiðni til dæmis með aukinni samvinnu við einkaaðila. Eitt af fjölmörgum atriðum sem leita mætti til að auka framleiðni er einföldun þess stofnanaumhverfis sem við búum við. Þannig eiga minni ríki erfitt með að standa undir fleiri og smærri stofnunum, en því smærri sem stofnanir eru því hærra hlutfall fjármagns fer í stjórnun og stoðþjónustu í stað kjarnastarfsemi. Fyrir utan fjárhagslegu rökin er umfram allt tækifæri fólgin í því að tryggja einfaldara stofnanaumhverfi og regluverk fyrir fólkið sem sækir þjónustuna til þeirra. Tillögurnar eru til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, sem stendur undir hinu opinbera, enda ganga þær út á að fá meira fyrir minna á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Þannig má snúa vörn í sókn og auka velferð á næstu árum. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun