„Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar 12. nóvember 2024 07:16 Ég heyri þetta oft, sérstaklega þegar ég segi frá nýjustu hugmyndum eða verkefnum sem ég læt plata mig út í. Verkefnum sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Jú, ég hef nóg að gera! Ég er fyrst og fremst þriggja barna móðir og eiginkona. Síðan er ég kennari - en ég hef lokið leik- og grunnskólakennarafræðum í háskóla, og tók tvö meistaranám í einu (eða í rauninni fjögur: ég er menntaður leikskólakennari með sérkennslu og grunnskólakennari með áherslu á sögufræði). Ég hef unnið á leikskóla í fjórtán ár en ákvað að sækja um starf sem kennari með íslensku sem annað tungumál í grunnskóla og það er þvílík breyting að fara úr leikskóla yfir á unglingastig. Það gengur þó vel að aðlagast - enda er þetta þriðja árið mitt í þessu starfi. Það væri tímafrekst að telja upp allt það ná, öll þau réttindanámskeið og alla þá endurmenntun sem ég hef sótt, en samt held ég áfram - ég er nú skráð í einn áfanga í HÍ sem mun klárast í desember. Frá árinu 2009 hef ég starfað hjá Pólska Skólanum í Reykjavík, þar sem ég er kenni sögufræði á laugardögum og ég hef auk þess verið þar aðstoðarskólastjóri frá árinu 2012. Síðan er ég fulltrúi Pólska Skólans í Móðurmáli - Samtökum um tvítyngi. Auk þess kenni ég íslensku fyrir nýkomin börn á mánudögum, en þetta verkefni fer fram á vegum Suðurmiðstöðvar. Fyrir tveimur árum bættist við hjá mér spennandi verkefni, sem hét Sendiherrar í Breiðholti en þar sem verkefnið dreifist víðar, breyttum við nafninu í Menningarsendiherrar. Markmiðin eru að tengja íslenska samfélagið og ólíka menningarhópa saman, vinna að auknu trausti, virðingu og þekkingu okkar á milli. Þetta finnst mér mikilvægt hlutverk - að brúa bil milli hópa, efla upplýsingaflæði og sameina samfélagið sem við erum öll að búa til saman. Mér finnst afar mikilvægt að kynna íslenska menning fyrir fólki með erlendan uppruna og þess vegna sé ég stundum um leiðsögn á pólsku í íslenskum söfnum. Ég bjó til texta fyrir sýninguna „Jól í Póllandi” sem var sýnd í Árbæjarsafninu fyrir nokkrum árum og ég reyni að deila með sem flestum og þýða allskonar upplýsingar um íslenskar hátíðir og viðburði. Já, ég hef svo sannarlega “ekkert” að gera… Þegar mér var tilkynnt að ég hefði verið valin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir allt þetta ofangreinda “ekkert”, var það mikil viðurkenning og hvatning fyrir mig til að halda áfram og jafnvel gera meira fyrir aðra. Mér var sagt að nú þurfi ég að nota röddina mína Nú heyrist betur allt það sem ég get sagt af eigin reynslu. Um stöðu erlendra íbúa þessa lands sem eru að glíma við vaxandi húsnæðisvanda og háa vexti. Um börnin sem eru koma í skóla frá öðrum löndum eða bara frá öðru sveitarfélagi, eru að byggja traust og mynda tengsl í nýju umhverfi og skóla en þurfa að flytja aftur eða snúa aftur til síns heimalands því foreldrar þeirra hafa misst íbúðina vegna of hárrar leigu eða fengu synjun frá ríkinu, þó svo að aðlögun gangi vel og þeim langi að læra íslensku og búa í þessu fallegu landi. Kerfið þarf að vera fljótvirkara og skilvirkara. Um mikilvægi móðurmálskennslu sem er undirstaða íslensku og viðurkenning á kunnáttu annarra mála - það er enginn “mállaus”. Um krefjandi og versnandi aðstæður nemenda og kennara á öllum skólastigum - og þá á ég við öll börn, bæði íslensk börn og börn sem eru af erlendu bergi brotin. Um nauðsyn mikilvægra aðgerða í íslenskukennslu - og aftur: ég er að tala jafnvel um íslensk börn, sem nota ensku oft ómeðvitað. Um fjölda sérfræðinga með erlendan uppruna, sem vegna engrar eða grunnkunnáttu af íslensku tungumáli eru að starfa í störfum þar sem menntun þeirra nýtist ekki í staðinn fyrir að styðja íslenskt samfélag með þekkingu og fagmennsku sinni og læra íslensku samhliða. Um biðlista hjá sérfræðingum, eftir greiningum, eftir læknisþjónustu og þjónustu almennt. Um þau ótrúlegu skilaboð sem ungt fólk fær þegar það sér aðgerðarleysi lögreglunnar og yfirvalda þegar um víðtækan þjófnað er að ræða, eða þegar grunaðir sakborningar eru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi og sakfelldir ganga lausir, jafnvel þeir sem dæmdir eru af dómstólum fyrir morð. Þetta eru skilaboð um að hér geti maður gert hvað sem maður vill án afleiðinga og refsinga. Veggspjöld með yfirstrikaðan hníf eru ekki nóg – það þarf að virða lög og reglur. Þetta hef ég sjálf upplifað og heyrt frá íslenskum og erlendum viðmælendum. Það verður að tala um þessi atriði, því þetta á við um okkur öll. „Hefur þú ekkert að gera??“ Jú, ég hef mikið að gera og ef ég fæ tækifæri að gera enn meira fyrir fleira fólk og til að vera rödd þeirra sem fáir vilja hlusta á -þá segiég bara já, takk! Ég er ég í framboði fyrir Flokk Fólksins af því það er ekkert mikilvægara en fólk. Því hér eru leiðtogar sem eru traustsins verðir og hafa kraft til að athafna sig og hafa hugmyndir um hvernig eigi að leysa þessi vandamál. Því tíminn fyrir breytingar er núna, sum mál geta ekki beðið lengur! Ég þekki nokkra frábæra einstaklinga frá öðrum flokkum og ég á fulla trú á því að við viljum og getum öll unnið saman í þágu sameiginlegs þjóðfélags með traust og virðingu að leiðarljósi. Áfram Ísland. Það er komið að þér. Höfundur er í 2. sæti lista Flokk Fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heyri þetta oft, sérstaklega þegar ég segi frá nýjustu hugmyndum eða verkefnum sem ég læt plata mig út í. Verkefnum sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Jú, ég hef nóg að gera! Ég er fyrst og fremst þriggja barna móðir og eiginkona. Síðan er ég kennari - en ég hef lokið leik- og grunnskólakennarafræðum í háskóla, og tók tvö meistaranám í einu (eða í rauninni fjögur: ég er menntaður leikskólakennari með sérkennslu og grunnskólakennari með áherslu á sögufræði). Ég hef unnið á leikskóla í fjórtán ár en ákvað að sækja um starf sem kennari með íslensku sem annað tungumál í grunnskóla og það er þvílík breyting að fara úr leikskóla yfir á unglingastig. Það gengur þó vel að aðlagast - enda er þetta þriðja árið mitt í þessu starfi. Það væri tímafrekst að telja upp allt það ná, öll þau réttindanámskeið og alla þá endurmenntun sem ég hef sótt, en samt held ég áfram - ég er nú skráð í einn áfanga í HÍ sem mun klárast í desember. Frá árinu 2009 hef ég starfað hjá Pólska Skólanum í Reykjavík, þar sem ég er kenni sögufræði á laugardögum og ég hef auk þess verið þar aðstoðarskólastjóri frá árinu 2012. Síðan er ég fulltrúi Pólska Skólans í Móðurmáli - Samtökum um tvítyngi. Auk þess kenni ég íslensku fyrir nýkomin börn á mánudögum, en þetta verkefni fer fram á vegum Suðurmiðstöðvar. Fyrir tveimur árum bættist við hjá mér spennandi verkefni, sem hét Sendiherrar í Breiðholti en þar sem verkefnið dreifist víðar, breyttum við nafninu í Menningarsendiherrar. Markmiðin eru að tengja íslenska samfélagið og ólíka menningarhópa saman, vinna að auknu trausti, virðingu og þekkingu okkar á milli. Þetta finnst mér mikilvægt hlutverk - að brúa bil milli hópa, efla upplýsingaflæði og sameina samfélagið sem við erum öll að búa til saman. Mér finnst afar mikilvægt að kynna íslenska menning fyrir fólki með erlendan uppruna og þess vegna sé ég stundum um leiðsögn á pólsku í íslenskum söfnum. Ég bjó til texta fyrir sýninguna „Jól í Póllandi” sem var sýnd í Árbæjarsafninu fyrir nokkrum árum og ég reyni að deila með sem flestum og þýða allskonar upplýsingar um íslenskar hátíðir og viðburði. Já, ég hef svo sannarlega “ekkert” að gera… Þegar mér var tilkynnt að ég hefði verið valin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir allt þetta ofangreinda “ekkert”, var það mikil viðurkenning og hvatning fyrir mig til að halda áfram og jafnvel gera meira fyrir aðra. Mér var sagt að nú þurfi ég að nota röddina mína Nú heyrist betur allt það sem ég get sagt af eigin reynslu. Um stöðu erlendra íbúa þessa lands sem eru að glíma við vaxandi húsnæðisvanda og háa vexti. Um börnin sem eru koma í skóla frá öðrum löndum eða bara frá öðru sveitarfélagi, eru að byggja traust og mynda tengsl í nýju umhverfi og skóla en þurfa að flytja aftur eða snúa aftur til síns heimalands því foreldrar þeirra hafa misst íbúðina vegna of hárrar leigu eða fengu synjun frá ríkinu, þó svo að aðlögun gangi vel og þeim langi að læra íslensku og búa í þessu fallegu landi. Kerfið þarf að vera fljótvirkara og skilvirkara. Um mikilvægi móðurmálskennslu sem er undirstaða íslensku og viðurkenning á kunnáttu annarra mála - það er enginn “mállaus”. Um krefjandi og versnandi aðstæður nemenda og kennara á öllum skólastigum - og þá á ég við öll börn, bæði íslensk börn og börn sem eru af erlendu bergi brotin. Um nauðsyn mikilvægra aðgerða í íslenskukennslu - og aftur: ég er að tala jafnvel um íslensk börn, sem nota ensku oft ómeðvitað. Um fjölda sérfræðinga með erlendan uppruna, sem vegna engrar eða grunnkunnáttu af íslensku tungumáli eru að starfa í störfum þar sem menntun þeirra nýtist ekki í staðinn fyrir að styðja íslenskt samfélag með þekkingu og fagmennsku sinni og læra íslensku samhliða. Um biðlista hjá sérfræðingum, eftir greiningum, eftir læknisþjónustu og þjónustu almennt. Um þau ótrúlegu skilaboð sem ungt fólk fær þegar það sér aðgerðarleysi lögreglunnar og yfirvalda þegar um víðtækan þjófnað er að ræða, eða þegar grunaðir sakborningar eru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi og sakfelldir ganga lausir, jafnvel þeir sem dæmdir eru af dómstólum fyrir morð. Þetta eru skilaboð um að hér geti maður gert hvað sem maður vill án afleiðinga og refsinga. Veggspjöld með yfirstrikaðan hníf eru ekki nóg – það þarf að virða lög og reglur. Þetta hef ég sjálf upplifað og heyrt frá íslenskum og erlendum viðmælendum. Það verður að tala um þessi atriði, því þetta á við um okkur öll. „Hefur þú ekkert að gera??“ Jú, ég hef mikið að gera og ef ég fæ tækifæri að gera enn meira fyrir fleira fólk og til að vera rödd þeirra sem fáir vilja hlusta á -þá segiég bara já, takk! Ég er ég í framboði fyrir Flokk Fólksins af því það er ekkert mikilvægara en fólk. Því hér eru leiðtogar sem eru traustsins verðir og hafa kraft til að athafna sig og hafa hugmyndir um hvernig eigi að leysa þessi vandamál. Því tíminn fyrir breytingar er núna, sum mál geta ekki beðið lengur! Ég þekki nokkra frábæra einstaklinga frá öðrum flokkum og ég á fulla trú á því að við viljum og getum öll unnið saman í þágu sameiginlegs þjóðfélags með traust og virðingu að leiðarljósi. Áfram Ísland. Það er komið að þér. Höfundur er í 2. sæti lista Flokk Fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar