Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 11:46 Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun