Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. nóvember 2024 10:01 Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun