Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar 11. nóvember 2024 06:31 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun