Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 06:31 Stacey Abrams talar til kjósenda í Atlanta í Georgíu á kjördag í síðustu viku. Getty/Melina Mara Stacey Abrams, fyrrverandi frambjóðandi Demókrata til ríkisstjóra Georgíu, hefur síðustu daga hlotið mikið lof fyrir þátt sinn í því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, náði forskoti í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag í síðustu viku. Biden hefur naumt forskot á Trump í Georgíu eða sem nemur um 13.000 atkvæðum. Ekki er þó búið að lýsa hann sigurvegara í ríkinu og greint hefur verið frá því að endurtalning atkvæða fari fram. Það er þó ekki talið að niðurstöðurnar breytist með afgerandi hætti við endurtalningu, að því er segir í umfjöllun Reuters. Fari það því svo að Biden sigri í Georgíu yrði það sögulegur árangur þar sem Bill Clinton var síðasti forsetaframbjóðandi Demókrata til að vinna í ríkinu. Það var árið 1992. Í átta af síðustu níu forsetakosningum hafa Repúblikanar sigrað í Georgíu. .@staceyabrams explains how flipping Georgia blue in the 2020 Election has been a process years in the making. #LSSC pic.twitter.com/hUBDkgv85d— A Late Show (@colbertlateshow) November 10, 2020 Möguleiki á meirihluta í öldungadeildinni vegna Georgíu Þá er Abrams einnig talin eiga mikinn þátt í því að kjósa þarf aftur til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu þar sem enginn frambjóðandi hlaut að minnsta kosti helming atkvæða. Georgía hefur tvo þingmenn í öldungadeildinni, David Purdue og Kelly Loeffler. Þau koma bæði úr röðum Repúblikana en hvorugt náði tilskildum meirihluta atkvæða í kosningunum í liðinni viku. Takist Demókrötum að velta bæði Purdue og Loeffler úr sessi verða þeir með fimmtíu sæti í öldungadeildinni, líkt og Repúblikanar. Hvorugur flokkurinn nær þannig meirihluta en þegar svo er heldur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, á úrslitaatkvæði. Demókratar færu þannig með eiginlegan meirihluta í öldungadeildinni sem myndi auðvelda Biden að skipa í ríkisstjórn sína og koma í gegn lagabreytingum þar sem það þarf til dæmis samþykki öldungadeildarinnar til að skipa í embætti utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. Abrams og Brian Kemp í kappræðum nokkrum vikum fyrir ríkisstjórakosningarnar 2018.Getty/John Bazemore-Pool Hét því að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins En hver er Stacey Abrams og hvað gerði hún til að skrá sig á spjöld sögunnar, að öllum líkindum ekki aðeins í Georgíu heldur í öllum Bandaríkjunum? Abrams er stjórnmálamaður, lögfræðingur og aktívisti, svört kona, fædd árið 1973. Hún sat á ríkisþingi Georgíu frá 2007 til 2017. Árið 2018 bauð hún sig fram til ríkisstjóra Georgíu gegn þáverandi innanríkisráðherra ríkisins, Brian Kemp. Abrams laut í lægra haldi fyrir Kemp með aðeins 55.000 atkvæðamun. Hún viðurkenndi ekki ósigur fyrr en tíu dögum eftir kosningarnar og sagði þá í ræðu sem hún flutti að lýðræðið hefði brugðist íbúum Georgíu. Hét Abrams því að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Vísaði hún þarna til þess hvernig ákveðnum þjóðfélagshópum í Georgíu, hópum sem líklegri voru til að kjósa Demókrata, var gert erfitt fyrir að nýta kosningarétt sinn. Hún sakaði Kemp um að misnota aðstöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu en ráðherrann er sá sem sér um og ber ábyrgð á framkvæmd kosninga. Þá ber hann einnig ábyrgð á kjörskrá ríkisins en í aðdraganda kosninganna 2018 voru meira en milljón kjósendur í Georgíu hreinsaðir út af kjörskrá. Þar af voru nærri 670.000 kjósendur teknir af kjörskrá á árinu 2017. Höfðu ekki hugmynd um að þeir væru ekki á kjörskrá Greining AP-fréttastofunnar á því hverjir voru teknir út af kjörskrá leiddi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem teknir voru af kjörskrá, eða 70 prósent, voru svartir kjósendur. Það hlutfall var í engu samræmi við hlutfall svartra í ríkinu sem er um 32 prósent en svartir voru líklegri til að kjósa Abrams heldur en Kemp. Þannig voru tug þúsundir kjósenda teknir af kjörskrá í aðdraganda kosninganna 2018 vegna svokallaðs „sannprófunarferlis“ ríkisins á skráningum á kjörskrá auk þess sem „óvirkir“ kjósendur voru teknir út af skránni. „Sannprófunarferlið“ fól það í sér að ef skráning á kjörskrá passaði ekki í öllum smáatriðum við upplýsingar ríkisins um viðkomandi kjósanda í öðrum gagnagrunnum var skráningin sett á bið. Skráning gat þannig farið á bið vegna innsláttarvillu. Í umfjöllun AP á sínum tíma kom fram að margir kjósendur höfðu ekki hugmynd um að skráning þeirra á kjörskrá hefði verið sett á bið og þeir því ekki á kjörskrá þegar til kastanna kom. Kemp hélt því fram að með þessu væri einfaldlega verið að sjá til þess að kjörskráin væri rétt. Abrams vildi aftur á móti meina að verið væri að brjóta á réttindum fólks. Frá talningu atkvæða í Georgíu þar sem afar mjótt er á munum á milli þeirra Bidens og Trumps. Biden leiðir með um 13.000 atkvæðum og er ekki talið að endurtalning atkvæða breyti miklu þar um.Getty/Elijah Nouvelage 800.000 nýir kjósendur á kjörskrá Frá árinu 2013 hefur Abrams barist fyrir því að fjölga fólki á kjörskrá og auka með því fjölbreytileika kjósenda, ekki aðeins í Georgíu heldur víðar í Bandaríkjunum. Hún hefur skorið upp herör gegn því sem margir telja helsta veikleika bandarísks lýðræðis, það er hvernig milljónum Bandaríkjamanna, aðallega fátæku fólki og fólki sem er ekki hvítt á hörund, er gert erfitt fyrir að kjósa. „Stacey missti ekki kjarkinn eftir 2018 eða gafst upp. Hún vatt sér beint í að brjóta niður hindranir í kosningum og byggja upp slagkraft í samfélögum sem hafa gleymst, bæði í Georgíu og víðar um land. Hún hjálpaði til við að byggja upp nauðsynlega innviði og bandalög fjölda kynþátta sem hafa skilað sér í ótrúlegum niðurstöðum í Georgíu og um land allt,“ segir Vanita Gupta, forseti regnhlífarsamtaka um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum. Árið 2013 stofnaði Abrams grasrótarsamtökin New Georgia Project sem höfðu það markmiði að fjölga kjósendum á kjörskrá. Eftir ríkisstjórakosningarnar 2018 tók hún baráttuna skrefi lengra og stofnaði Fair Fight, samtök sem þjálfuðu upp einstaklinga til að gæta að réttindum kjósenda um gervöll Bandaríkin. Samtökin lögðu einnig áherslu á að fræða og efla unga kjósendur sem ekki eru hvítir og hvetja þá til þess að skrá sig á kjörskrá. Með samstilltu átaki New Georgia Project og Fair Fight tókst að skrá 800.000 nýja kjósendur á kjörskrá í Georgíu. Er þessum árangri Abrams og samstarfsfólks hennar lýst sem ótrúlegum í fjölmiðlum ytra. Þá hefur kjörsókn í kosningum í Georgíu aldrei verið meiri en í ár. Former candidate for GA governor @StaceyAbrams is receiving widespread praise for her efforts to get out the vote in Georgia a state that played a key role in #Election2020.Mark Strassmann spoke w/ Abrams about her impact & why she says her fight isn't over. @fairfightaction pic.twitter.com/7U63NgRKn4— CBS This Morning (@CBSThisMorning) November 10, 2020 Svartar konur hafi oft sýnt að þær séu meginstoð lýðræðis í Bandaríkjunum Og eftir því sem fleiri atkvæði voru talin í Georgíu sigldi Biden fram úr Trump. Forskotið má hann aðallega þakka atkvæðum svartra í úthverfum borganna Atlanta og Savannah. Það var þó ekki aðeins í Georgíu þar sem barátta og áhrif Abrams og grasrótarsamtaka hennar skilaði Demókrötum góðum árangri. Ben Wikler, formaður Demókrata í Wisconsin, segir að Fair Fight hafi gegnt lykilhlutverki í sigri Bidens í ríkinu sem og í öðrum lykilríkjum þar sem Demókratinn hafði betur gegn Trump. watch on YouTube Kamala Harris, verðandi varaforseti, þakkaði líka konum í minnihlutahópum fyrir þeirra þátt í sigrinum í ræðu sinni á laugardag eftir að Biden hafði verið lýstur sigurvegari. Harris, sem er fyrsta konan og fyrsti svarti einstaklingurinn til að verða varaforseti, sagðist í ræðu sinni á laugardag hugsa til móður sinnar og annarra kynslóða kvenna. „Svartra kvenna, asískra, hvítra, kvenna af rómönsk-amerískum uppruna og kvenna af frumbyggjaættum sem hafa í gegnum sögu þjóðar okkar lagt grunninn að þessari stund hér í kvöld. Konur sem börðust og fórnuðu svo miklu fyrir jafnrétti, frelsi og réttlæti fyrir alla, þar á meðal svartar konur sem alltof oft er litið framhjá en þær hafa sýnt svo oft að þær eru meginstoð lýðræðis okkar,“ sagði Harris. Byggt á umfjöllun Reuters, The Guardian, BBC, Washington Post, CNN og New York Times um Stacey Abrams og þátt hennar og annarra svartra kvenna í kosningunum í ár. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Stacey Abrams, fyrrverandi frambjóðandi Demókrata til ríkisstjóra Georgíu, hefur síðustu daga hlotið mikið lof fyrir þátt sinn í því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, náði forskoti í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag í síðustu viku. Biden hefur naumt forskot á Trump í Georgíu eða sem nemur um 13.000 atkvæðum. Ekki er þó búið að lýsa hann sigurvegara í ríkinu og greint hefur verið frá því að endurtalning atkvæða fari fram. Það er þó ekki talið að niðurstöðurnar breytist með afgerandi hætti við endurtalningu, að því er segir í umfjöllun Reuters. Fari það því svo að Biden sigri í Georgíu yrði það sögulegur árangur þar sem Bill Clinton var síðasti forsetaframbjóðandi Demókrata til að vinna í ríkinu. Það var árið 1992. Í átta af síðustu níu forsetakosningum hafa Repúblikanar sigrað í Georgíu. .@staceyabrams explains how flipping Georgia blue in the 2020 Election has been a process years in the making. #LSSC pic.twitter.com/hUBDkgv85d— A Late Show (@colbertlateshow) November 10, 2020 Möguleiki á meirihluta í öldungadeildinni vegna Georgíu Þá er Abrams einnig talin eiga mikinn þátt í því að kjósa þarf aftur til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu þar sem enginn frambjóðandi hlaut að minnsta kosti helming atkvæða. Georgía hefur tvo þingmenn í öldungadeildinni, David Purdue og Kelly Loeffler. Þau koma bæði úr röðum Repúblikana en hvorugt náði tilskildum meirihluta atkvæða í kosningunum í liðinni viku. Takist Demókrötum að velta bæði Purdue og Loeffler úr sessi verða þeir með fimmtíu sæti í öldungadeildinni, líkt og Repúblikanar. Hvorugur flokkurinn nær þannig meirihluta en þegar svo er heldur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, á úrslitaatkvæði. Demókratar færu þannig með eiginlegan meirihluta í öldungadeildinni sem myndi auðvelda Biden að skipa í ríkisstjórn sína og koma í gegn lagabreytingum þar sem það þarf til dæmis samþykki öldungadeildarinnar til að skipa í embætti utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. Abrams og Brian Kemp í kappræðum nokkrum vikum fyrir ríkisstjórakosningarnar 2018.Getty/John Bazemore-Pool Hét því að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins En hver er Stacey Abrams og hvað gerði hún til að skrá sig á spjöld sögunnar, að öllum líkindum ekki aðeins í Georgíu heldur í öllum Bandaríkjunum? Abrams er stjórnmálamaður, lögfræðingur og aktívisti, svört kona, fædd árið 1973. Hún sat á ríkisþingi Georgíu frá 2007 til 2017. Árið 2018 bauð hún sig fram til ríkisstjóra Georgíu gegn þáverandi innanríkisráðherra ríkisins, Brian Kemp. Abrams laut í lægra haldi fyrir Kemp með aðeins 55.000 atkvæðamun. Hún viðurkenndi ekki ósigur fyrr en tíu dögum eftir kosningarnar og sagði þá í ræðu sem hún flutti að lýðræðið hefði brugðist íbúum Georgíu. Hét Abrams því að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Vísaði hún þarna til þess hvernig ákveðnum þjóðfélagshópum í Georgíu, hópum sem líklegri voru til að kjósa Demókrata, var gert erfitt fyrir að nýta kosningarétt sinn. Hún sakaði Kemp um að misnota aðstöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu en ráðherrann er sá sem sér um og ber ábyrgð á framkvæmd kosninga. Þá ber hann einnig ábyrgð á kjörskrá ríkisins en í aðdraganda kosninganna 2018 voru meira en milljón kjósendur í Georgíu hreinsaðir út af kjörskrá. Þar af voru nærri 670.000 kjósendur teknir af kjörskrá á árinu 2017. Höfðu ekki hugmynd um að þeir væru ekki á kjörskrá Greining AP-fréttastofunnar á því hverjir voru teknir út af kjörskrá leiddi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem teknir voru af kjörskrá, eða 70 prósent, voru svartir kjósendur. Það hlutfall var í engu samræmi við hlutfall svartra í ríkinu sem er um 32 prósent en svartir voru líklegri til að kjósa Abrams heldur en Kemp. Þannig voru tug þúsundir kjósenda teknir af kjörskrá í aðdraganda kosninganna 2018 vegna svokallaðs „sannprófunarferlis“ ríkisins á skráningum á kjörskrá auk þess sem „óvirkir“ kjósendur voru teknir út af skránni. „Sannprófunarferlið“ fól það í sér að ef skráning á kjörskrá passaði ekki í öllum smáatriðum við upplýsingar ríkisins um viðkomandi kjósanda í öðrum gagnagrunnum var skráningin sett á bið. Skráning gat þannig farið á bið vegna innsláttarvillu. Í umfjöllun AP á sínum tíma kom fram að margir kjósendur höfðu ekki hugmynd um að skráning þeirra á kjörskrá hefði verið sett á bið og þeir því ekki á kjörskrá þegar til kastanna kom. Kemp hélt því fram að með þessu væri einfaldlega verið að sjá til þess að kjörskráin væri rétt. Abrams vildi aftur á móti meina að verið væri að brjóta á réttindum fólks. Frá talningu atkvæða í Georgíu þar sem afar mjótt er á munum á milli þeirra Bidens og Trumps. Biden leiðir með um 13.000 atkvæðum og er ekki talið að endurtalning atkvæða breyti miklu þar um.Getty/Elijah Nouvelage 800.000 nýir kjósendur á kjörskrá Frá árinu 2013 hefur Abrams barist fyrir því að fjölga fólki á kjörskrá og auka með því fjölbreytileika kjósenda, ekki aðeins í Georgíu heldur víðar í Bandaríkjunum. Hún hefur skorið upp herör gegn því sem margir telja helsta veikleika bandarísks lýðræðis, það er hvernig milljónum Bandaríkjamanna, aðallega fátæku fólki og fólki sem er ekki hvítt á hörund, er gert erfitt fyrir að kjósa. „Stacey missti ekki kjarkinn eftir 2018 eða gafst upp. Hún vatt sér beint í að brjóta niður hindranir í kosningum og byggja upp slagkraft í samfélögum sem hafa gleymst, bæði í Georgíu og víðar um land. Hún hjálpaði til við að byggja upp nauðsynlega innviði og bandalög fjölda kynþátta sem hafa skilað sér í ótrúlegum niðurstöðum í Georgíu og um land allt,“ segir Vanita Gupta, forseti regnhlífarsamtaka um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum. Árið 2013 stofnaði Abrams grasrótarsamtökin New Georgia Project sem höfðu það markmiði að fjölga kjósendum á kjörskrá. Eftir ríkisstjórakosningarnar 2018 tók hún baráttuna skrefi lengra og stofnaði Fair Fight, samtök sem þjálfuðu upp einstaklinga til að gæta að réttindum kjósenda um gervöll Bandaríkin. Samtökin lögðu einnig áherslu á að fræða og efla unga kjósendur sem ekki eru hvítir og hvetja þá til þess að skrá sig á kjörskrá. Með samstilltu átaki New Georgia Project og Fair Fight tókst að skrá 800.000 nýja kjósendur á kjörskrá í Georgíu. Er þessum árangri Abrams og samstarfsfólks hennar lýst sem ótrúlegum í fjölmiðlum ytra. Þá hefur kjörsókn í kosningum í Georgíu aldrei verið meiri en í ár. Former candidate for GA governor @StaceyAbrams is receiving widespread praise for her efforts to get out the vote in Georgia a state that played a key role in #Election2020.Mark Strassmann spoke w/ Abrams about her impact & why she says her fight isn't over. @fairfightaction pic.twitter.com/7U63NgRKn4— CBS This Morning (@CBSThisMorning) November 10, 2020 Svartar konur hafi oft sýnt að þær séu meginstoð lýðræðis í Bandaríkjunum Og eftir því sem fleiri atkvæði voru talin í Georgíu sigldi Biden fram úr Trump. Forskotið má hann aðallega þakka atkvæðum svartra í úthverfum borganna Atlanta og Savannah. Það var þó ekki aðeins í Georgíu þar sem barátta og áhrif Abrams og grasrótarsamtaka hennar skilaði Demókrötum góðum árangri. Ben Wikler, formaður Demókrata í Wisconsin, segir að Fair Fight hafi gegnt lykilhlutverki í sigri Bidens í ríkinu sem og í öðrum lykilríkjum þar sem Demókratinn hafði betur gegn Trump. watch on YouTube Kamala Harris, verðandi varaforseti, þakkaði líka konum í minnihlutahópum fyrir þeirra þátt í sigrinum í ræðu sinni á laugardag eftir að Biden hafði verið lýstur sigurvegari. Harris, sem er fyrsta konan og fyrsti svarti einstaklingurinn til að verða varaforseti, sagðist í ræðu sinni á laugardag hugsa til móður sinnar og annarra kynslóða kvenna. „Svartra kvenna, asískra, hvítra, kvenna af rómönsk-amerískum uppruna og kvenna af frumbyggjaættum sem hafa í gegnum sögu þjóðar okkar lagt grunninn að þessari stund hér í kvöld. Konur sem börðust og fórnuðu svo miklu fyrir jafnrétti, frelsi og réttlæti fyrir alla, þar á meðal svartar konur sem alltof oft er litið framhjá en þær hafa sýnt svo oft að þær eru meginstoð lýðræðis okkar,“ sagði Harris. Byggt á umfjöllun Reuters, The Guardian, BBC, Washington Post, CNN og New York Times um Stacey Abrams og þátt hennar og annarra svartra kvenna í kosningunum í ár.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira