Ekki alveg sammála um þurrkarann Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 10:55 Frá vettvangi við Hafnarstræti í maí. Vísir/tryggvi Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara. Rannsakendur komu sér þó ekki alveg saman um eldsupptök, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Eldurinn kom upp í húsinu við Hafnarstræti að kvöldi 19. maí síðastliðinn en grunur vaknaði um það strax í upphafi að húsið væri ekki mannlaust. Reykkafarar fundu svo mann meðvitundarlausan á miðhæðinni. Hann var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lést á gjörgæsludeild Landspítalann að kvöldi 20. maí, sólarhring eftir að eldurinn kviknaði. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum í Hafnarstræti sé lokið. Líklegast sé að eldurinn hafi kviknað út frá þurrkara í húsinu, líkt og talið var strax í upphafi. Rannsakendur hafi þó ekki verið alveg sammála; þannig hafi fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ekki getað fullyrt með óyggjandi hætti að það hefði verið eitthvað í þurrkaranum sem brann. Fulltrúar frá tæknideild lögreglu sem skoðuðu vettvang fullyrði hins vegar að eldsupptök hafi verið fyrir aftan þurrkarann. Ummerki bendi til þess. Húsið við Hafnarstræti var á meðal elstu húsa Akureyrarbæjar og fór afar illa út úr brunanum. Eldurinn var mikill og það tók slökkvilið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Þá safnaðist stór hópur fólks saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins, sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41 Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36 Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara. Rannsakendur komu sér þó ekki alveg saman um eldsupptök, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Eldurinn kom upp í húsinu við Hafnarstræti að kvöldi 19. maí síðastliðinn en grunur vaknaði um það strax í upphafi að húsið væri ekki mannlaust. Reykkafarar fundu svo mann meðvitundarlausan á miðhæðinni. Hann var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lést á gjörgæsludeild Landspítalann að kvöldi 20. maí, sólarhring eftir að eldurinn kviknaði. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum í Hafnarstræti sé lokið. Líklegast sé að eldurinn hafi kviknað út frá þurrkara í húsinu, líkt og talið var strax í upphafi. Rannsakendur hafi þó ekki verið alveg sammála; þannig hafi fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ekki getað fullyrt með óyggjandi hætti að það hefði verið eitthvað í þurrkaranum sem brann. Fulltrúar frá tæknideild lögreglu sem skoðuðu vettvang fullyrði hins vegar að eldsupptök hafi verið fyrir aftan þurrkarann. Ummerki bendi til þess. Húsið við Hafnarstræti var á meðal elstu húsa Akureyrarbæjar og fór afar illa út úr brunanum. Eldurinn var mikill og það tók slökkvilið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Þá safnaðist stór hópur fólks saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins, sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.
Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41 Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36 Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41
Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21