Ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 23:01 Eiður Smári á hliðarlínunni í sumar. Hann mun stýra FH næstu tvö árin. Vísir/Hulda Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti