Alræði Brynjar Níelsson skrifar 9. nóvember 2020 15:08 Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í alræði hefur ríkið afskipti af öllum þáttum mannlífs, bæði einkalífs og opinbers lífs. Fáir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu kjósa að búa í alræðisríki. Sagan hefur enda sýnt að alræði þrífst ekki nema valdhafar beiti hræðsluáróðri og útskúfun og smánun þeirra sem ekki vilja ganga fullkomlega í takt. Ríkisvaldið hefur stigið stærri skref til alræðis undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr í okkar sögu. Reistar hafa verið skorður við hvers kyns mannamótum nema fámennustu afmælis- og skírnarveislum í heimahúsum. Atvinnulífið hefur verið lamað að stórum hluta. Heilbrigt fólk sætir í þúsundum einhvers konar stofufangelsi(nefnt sóttkví) stundum af lítilli eða engri ástæðu og án nokkurra raunhæfra úrræða til að véfengja ákvarðanir um slíkt. Þeir sem smitast sæta einangrun lengur en þekkist í öðrum löndum. Börn mega ekki leika sér saman eða stunda íþróttir við skipulagðar aðstæður. Allir þurfa svo að ganga í takt og viðurlögin ef út af bregður er opinber smánun. Öll gagnrýni er kaffærð með hræðsluáróðri. Allt er þetta með eindæmum. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr þessari veiru. Við vitum að hún hefur veruleg áhrif á gamalt fólk og veikburða og jafnvel banvæn. Sóttvarnayfirvöldum og stjórnvöldum var því mikill vandi á höndum og ekki augljóst hvernig rétt var að bregðast við. Eftir því sem fram líður er ég sannfærðari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugðist rétt við í baráttunni við veiruna. Þessi veira er ekki slíkt neyðarástand sem réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum. Sá blóðtappi mun hafa miklu meiri áhrif á á líf okkar og heilsu til lengri tíma. Sjónarmið eins og þessi sem hér eru viðruð eru gjarnan afgreidd með vísan til fávisku eða þekkingarleysis. Beitt er og jafnvel misbeitt miskunnarlaust tölfræði um fjölda þeirra sem mun deyja og veikjast illa verði ekki farið í allar þessar aðgerðir. Síðan er málum stillt þannig upp að þeir sem efist um réttmæti aðgerða yfirvalda séu að dæma fólk til dauða eða að minnsta kosti sama um líf þess og heilsu. Það er samt þannig að þeir sem eru í hættu vegna veirunnar er tiltölulega afmarkaður hópur. Ég og jafnvel þeir sem teljast til sérfræðinga og vísindamanna á þessu sviði, telja að vænlegra til árangurs til lengri tíma væri að afmarka aðgerðir til að vernda þá sem eru í hættu, auk almennra tilmæla um að hver passi sig, og undirbúa heilbrigðiskerfið undir aukið álag vegna veirunnar í stað þess að setja allt samfélagið í spennitreyju með alvarlegum afleiðingum til langs tíma, ekki bara efnahagslegum heldur einnig lýðheilsulegum afleiðingum. Ég nefndi það í upphafi að fæstir sem taka afstöðu af yfirvegun og stillingu vilji búa í alræðisríki. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra er meðal annars sú að alræði er frekar óskilvirkt stjórnarform, drepur hugmyndaauðgi og eyðileggur lífsgleði sem felst í frelsinu. Reynslan hefur nefnilega sýnt að yfirvöld geta ekki stýrt samfélögum í öreindum þeirra með skilvirkum hætti. Alræði sóttvarna hér á landi hefur sýnt sig að vera óskilvirkt. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru ekki að skila þeim árangri sem að er stefnt og athygli ráðamanna hefur dreifst um víðan völl. Í stað þess að vernda þá sem eru í alvarlegri hættu hefur öll áherslan verið á daglegan hræðsluáróður, dreifingu á villandi tölfræði og tilraunum til að stýra öllu, stóru og smáu, í samfélaginu. Staðan hefur samt verið sú að margir smitast þrátt fyrir allt og helst þeir sem síst skyldi og dvelja á öldrunardeildum Landspítalans sjálfs. Svo hafa menn mestar áhyggjur af því að fílhraustir menn á togara hafi smitast og heimta lögregluaðgerðir en það má ekki gagnrýna spítalann til að rjúfa ekki samstöðuna. Nú er svo komið að meðvirkni minni er lokið. Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvað er alltaf rétt að gera í stöðunni hverju sinni. Tíminn mun kannski leiða það í ljós. Ég vil samt búa í frjálsu samfélagi. Til að takmarka frelsið svona mikið þarf meira neyðarástand en þessa veira veldur og það sem er enn mikilvægara þá mega takmarkanir og þvinganir ekki hafa verri áhrif á líf okkar og heilsu til lengri tíma en veiran sjálf. Mér finnst þetta sjónarmið rökrétt og eðlilegt og þurfi ekki að kalla á útskúfun eða aðra opinbera smánun. Höfundur er alþingismaður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun