Sjáðu geggjað sporðdrekamark í þýska boltanum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 10:30 Valentino Lazaro sést hér skora þetta magnaða mark í gær. EPA-EFE/Martin Meissner Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum Þýski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira